Er ekki kvörtun tækifæri?

Mér finnast viðbrögð forsvarsmanna Valitor einstaklega furðuleg vegna kvörtunar Kortaþjónustunnar til Samkeppniseftirlitsins.  Í stað þess að líta innávið og skoða hvað það er sem verið er að kvarta yfir, laga síðan það sem þarf að laga og losna þar með undan kvörtunum í framtíðinni, þá ákveða þeir að fara ómálefnalegu leiðina og gera lítið úr þeim sem kvartar.  Haft er eftir forsvarsmönnum Valitor að Kortaþjónustan sé "iðin" við kvartanir!!  Svo benda þeir á alla þá sem kortaþjónustan hefur kvartað yfir! Er bara verið að reyna að koma athyglinni af sér og yfir á aðra, kannski til að fela eitthvað?

Ef þetta eru vinnubrögðin hjá fyrirtækinu, hvernig er þá tekið á kvörtunum sem koma frá viðskiptavinum vegna þjónustu sem fer miður?  Segjum sem svo að ég sem einstaklingur kvarti yfir veittri þjónustu frá Valitor, kannski oftar en einu sinni, ætla þeir þá bara að gera lítið úr því og segja að ég sé iðin við að kvarta?  Fæ ég þá síðri þjónustu en aðrir vegna þess að ég er "iðin" við að kvarta? Væri ekki nær að fyrirtækið kannaði hver rót kvörtunarinnar er og reyna svo að laga sig?  Það held ég að flest fyrirtæki geri, alla vega þau sem hafa metnað fyrir því að gera sífellt betur.

Kannski er ástæðan fyrir því að Kortaþjónustan er "iðin við kvartanir" (furðulegt orðalag)  sú að það er yfir einhverju að kvarta!  Ég man alveg eftir sátt sem m.a. Valitor (fyrirtækið bar þá annað nafn) var aðili að vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu.  Ef ég man rétt þá var þetta stærsta samkeppnislagabrot á Íslandi. 

Mitt ráð til þeirra sem fá á sig kvörtun er einfaldlega það að líta á kvörtun sem tækifæri, ábendingu um að það megi gera betur. 


mbl.is Segja Kortaþjónustuna iðna við kvartanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kvörtun sem fjallað er um í fjölmiðlum er líka ókeypis auglýsing...

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andrea K. Jónsdóttir

Höfundur

Andrea K. Jónsdóttir
Andrea K. Jónsdóttir
Samfélagsþegn með skoðanir:-)

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband