Er eðlilegt að 14 ára börn séu stödd ein úti í heimi án fylgdar ábyrgra aðila?

Ég bara spyr ... hvað er 14 ára gamalt barn að gera eitt síns liðs á flugvelli úti í heimi? Nú er ég ekki að afsaka flugfélagið og tek undir að það sé óþolandi að lenda í því að vera skilin eftir þegar maður á bókað og greitt flug. En 14 ára gamalt barn hlýtur að vera í fylgd einhvers fullorðins ... eða hvað? Hver er ábyrgð foreldranna!! Eru þessar fréttir ekki orðnar einum of skrítnar af Iceland Express ... eða eru þeir kannski komnir með foreldraábyrgð?
mbl.is „Mjög alvarlegt mál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég var einmitt að spá í því sama, hvað var hún að gera þarna ein á ferð? ef hún var í fylgd með fullorðnum, hvers vegna skildi viðkomandi hana eftir? þetta er stórundarlegt.

Sævar Einarsson, 6.8.2011 kl. 10:16

2 identicon

Sæl, varð nú bara að svara þessu. Getur verið að stelpan hafi verið að heimsækja einhvern erlendis, sem að hefur sótt hana og skilað á flugvöllinn?

Nú mega börn frá 5-12 fara í fylgd flugfreyju ef þau fljúga ein. Sum börn eiga annað foreldri, ömmur og afa eða annað skyldmenni erlendis og fljúga ein út að heimsækja það. Eftir 12 ára er ekki hægt að fá fylgd. Eiga þá þessi börn ekki að eiga þann valkost að heimsækja til dæmis pabba sinn sem býr í Þýskalandi? Eða þarf mamman kannski að kaupa sér eigin flugmiða og fylgja barninu?

Eða á maður kannski bara að treysta því að þegar maður hefur bókað og borgað fyrir flugmiða að maður eigi öruggt sæti og getur sent 14 ára dóttur sína til pabba síns með vissu að hún eigi öruggt sæti heim..

Þekki ekki persónulega þetta dæmi og veit ekki hvernig aðstæður þessara ungmenna er. En ég bjó sjálf erlendis með barn og frá 5 ára hefur hún flogið ein (með fylgd) á milli landa. Fór síðast núna í júlí en er orðin 10 ára í dag. Eftir að hún verður 12 ára og ekki lengur í boði að fá fylgd, vonast ég til að geta sent hana í flug án þess að vera í óvissu hvort að hún fái sæti tilbaka eða ekki.

Silja

Silja (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andrea K. Jónsdóttir

Höfundur

Andrea K. Jónsdóttir
Andrea K. Jónsdóttir
Samfélagsþegn með skoðanir:-)

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband