Sökudólgurinn er ekki trúin, Guð eða Jesú ...

Mér finnst mikilvægt að hafa það í huga að í kynferðisbrotamálum innan kirkjunnar, þá er sökudólgurinn ekki trúin, Guð eða Jesú ... sökudólgurinn er einstaklingur, maðurinn sem fremur verknaðinn. 

Mér finnst mikilvægt að kirkjunnar menn lýsi því afgerandi yfir að þeir harmi af einlægni þau kynferðisbrot og ofbeldi sem átt hafa sér stað innan kirkjunnar og fordæmi slíkan verknað. Kirkjunnar menn eiga ekki að dæma einstaklinginn/gerandann, það gera dómstólar landsins, en það þarf að fordæma verknaðinn. Jafnframt þurfa kirkjunnar menn að fara yfir alla verkferla innan kirkjunnar til að koma í veg fyrir að svona geti átt sér stað aftur.


mbl.is Kynferðisbrot þögguð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að sjálfsögðu hefur þetta ekkert með Guð að gera. Enn biskup langar að blanda Guð í málið eins og venjulega. Biskup Íslands á að segja af sér umsvifalaust. Hann er óhæfur...

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 09:29

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það hlutverk sem trúin leikur er þó nokkuð:

Ef það hefði komið í ljós að yfirmaður skólamála í Reykjavík væri nauðgari og níðingur hefði honum undir eins verið vikið úr starfi á meðan á rannsókn stæði. Ekki biskup, því hann sagði bara nei og við það sat. Enda vita allir að biskupar gera ekki svona.

Ef það kæmi í ljós að núverandi yformaður skólamála hefði reynt að þagga niður kynferðisglæpi forvera síns, yrði allt brjálað. En Kalli segir bara að Guð muni dæma. 

Trúin er ekki alsaklaus. Hún er að sjálfsögðu ekki ástæða glæpanna, en hún er eitt af því sem kom í veg fyrir að réttlætið næði fram að ganga. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2010 kl. 09:55

3 identicon

Jú trúin er víst sökudólgurinn... fylgist þið ekki með fréttum... barnaníð er heimsfaraldur í trúarsöfnuðum...

Kaþólska kirkjan nauðgaða amk 35 þúsund börnum, bara á Írlandi

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 10:48

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það má alveg byrja að endurskoða hvaða hlutverki trúarbrögð þjóna. Kristnir pyntuðu fólk í kirkjukjöllurum í aldir og svo þegar það var bannað byrjuðu þeir á að misþyrma og misnota börn. Múslimar sprengja fólk í tætlur í Guðs nafni... þarf einhverja sérfræðinga til að skilja þetta? Svo vilja menn banna Hells Angels og Banditos? Af hverju? Þeir eru eins og litlir skátadrengir í þessum samanburði... það er þó oftast gaman hjá motorhjólastrákunum enn aldrei hjá prestunum...

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 11:04

5 identicon

Öll helstu vandamál í heimi okkar snúast um guð þeirra sem eru í: Kristni, Íslam og gyðingdóm.
Takið eftir að þeir eru með nákvæmlega sama guð... en hafa barist á banaspjótum í aldaraðir.....
Múslímar eru að sprengja.... kristnir voru þvíngaðir í siðgæði á undan íslam, þar sem nokkur hundruð ár skilja þessi trúarbrögð að... Fólk á vesturlöndum fékk ekkert frelsi fyrr en kelrkar voru brotnir á bakaftur..

In the beginning man created the scriptures and god... and saw it was god: And man said: Let there be FIGHT... og allt frá fæðingu þessara trúarbragða hafa menn einmitt verið að berjast gegn bræðrum og systrum.. Biblían segir meira að segja að fólk verði að hata foreldra.. yfirgefa allt til að fylgja Sússa(Kirkju) Sússi er kirkjan... kaþólska kirkjan.

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 15:41

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er prentvilla hjá þér þarna DoktorE. Það á að vera L enn ekki F.... ;) í LIGTH...

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 15:45

7 identicon

"Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð; þeir skulu líflátnir verða; blóðsök kvílir á þeim." - Guð (III. Mósebók 20:13)

hjalti (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andrea K. Jónsdóttir

Höfundur

Andrea K. Jónsdóttir
Andrea K. Jónsdóttir
Samfélagsþegn með skoðanir:-)

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband