Afsláttur til eins fer úr buddu annars ...

Að víkja samkeppnisreglum til hliðar getur ekki verið til góðs, ekki núna og ekki á öðrum tímum.  Það ætti miklu frekar að herða samkeppnisreglur og auka eftirlit stórlega á tímum sem þessum til að tryggja það að lífvænleg fyrirtæki sem eru að standa sig verði ekki fyrir barðinu á risum á ríkisstyrkjum.  Núna eru þó nokkuð mörg fyrirtæki rekin af ríkinu í samkeppni við aðila á einkamarkaði, mér dettur nú bara í hug Penninn (ríkið)  og Office 1 (einkarekið)  sem dæmi.  Það verður að gæta að því að "ríkisrekna" fyrirtæki beiti ekki ólögmætum bolabrögðum í samkeppninni í krafti þess "öryggis" sem það er í.

Að gefa aflsátt af samkeppnisreglum má ekki gerast.  Alveg eins og það má ekki gerast að gefinn sé afsláttur af öðrum lögum og reglum.  Við viljum ekki umbera innbrot í fyrirtæki og heimili neitt frekar núna þótt það sé kreppa!  Ofbeldi líðum við ekki frekar núna en áður, t.d. þótt maðurinn sé búinn að missa vinnuna, hann verður pirraður og reiður, þá má hann ekki berja konuna sína neitt frekar núna en áður, þótt núna sé kreppa! 

Hættan á allskonar misbeitingu og ofbeldi eykst örugglega verulega á tímum sem þessum.  Þess vegna má alls ekki gefa út þau skilaboð að það sé í lagi að sveigja af leið sökum "kringumstæðna" sem ríkja núna.  Það á miklu frekar að gefa út þau skilaboð að nú sem endranær skuli farið eftir lögum og reglum og jafnhart sé tekið á öllum brotum, nú sem áður.


mbl.is Víkja samkeppnisreglum til hliðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sammála!

Jón Bragi Sigurðsson, 14.10.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andrea K. Jónsdóttir

Höfundur

Andrea K. Jónsdóttir
Andrea K. Jónsdóttir
Samfélagsþegn með skoðanir:-)

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband